Myndablogg
Myndbirtingar á listrænum nótum. Allt efni er varið höfundarréttarlögum :)


29.05.2021 21:59

Langt síðan

Jæja, nú fer sennilega að líða að því að ég fari að setja eitthvað hér inn, þegar myndefni er almennt ekki hætt á venjulegum vefum í dag.
Á þessu svæði tel ég mig vera sæmilega öruggan með mitt efni, vonandi :)

Smá innlit, að sinni.

05.12.2016 22:44

Afastelpan

Sæl öll.

Langt síðan ég kíkti hérna inn sjálfur og mikið vatn runnið til sjávar, sort of speak.
Nema hvað, nú er ég orðinn töluvert ríkari af barnabörnum og verð að viðurkenna að ég hef verið frekar latur við að mynda herlegheitin.

Allavega, þá er annað nýjasta barnabarnið nýlega skírð og kom til Afa í jólamyndatöku, her er ein af henni Hrafnhildi Maríu að pósa fyrir Afa gamla :)


Er hún ekki sæt :D

16.11.2013 00:06

Tímabil


Tímabil. Tímabil í sögu.
Góðar myndir má segja að séu tímalausar, einkum þær sem gefa ekki vísbendingu í ártöl eða annað sem merkir ákveðin tímabil eða annan tímafesti.

Hins vegar eru einnig til myndir, teknar eða unnar sem fyrri tíma verk á okkar nútíma. Tímabil án fasts tíma.

Ég hef stundum hugleitt hvernig best sé að framkvæma slíkt og þá serstaklega ef um eitthvað fyrirfram ákveðið tímabil í sögu sé að ræða. Mér datt sisona í hug að beita fyrir mér eftivinnslutækni til að líkja sem mest eftir ákveðnu tímabili í ljósmyndasögunni, fyrir tíma filmunnar. Þá voru hinar ýmsu aðferðir við að festa augnablikið, og horfi ég sérstaklega til tímans um og uppúr aldamótunum 1800.
Þá var notuð svokölluð Wet Plate Collodion aðferð, glerplötur voru forunnar með efnum til að gera þær ljósnæmar og síðan framkallað eftir á með öðrum efnum.

Slík aðferð er um margt sniðug og enn þann dag í dag, er verið að vinna listrænt efni með þessari aðferð. Það er hins vegar utan minna handa að framkvæma. Sú aðferð sem er sennilega hvað hættuminnst, ef miðað er við þau efni sem þarf í hitt, er eftirvinnsla í Photoshop.

Ég hef gert margar, misgóðar, tilraunir til að líkja eftir þessu formi, en áræð hér þó að skella fram allavega tveimur slíkum.Hér gæti verið um að ræða Íslenska konu frá þessu tímabili, um aldamótin 1800.Og hérna gæti trúlega verið um að ræða ártal um 1850 eða svo.

Vonandi er þetta eitthvað fyrir ykkar augu vinir mínir :)

Að sinni, ykkar einlægur.

06.11.2013 12:17

Sjaldan er góð vísa.....


Nú sem endranær, þá byrja öll "átökin" á haustmánuðum og ná sínu árlega hámarki eftir áramótin. Og allir kveða sína Lilju. Mér er skapi næst að halda að þetta sé vísvitandi gert, að segja ekki allan sannleikann gagngert til að selja "hina einu réttu aðferð", sem er jafnmismunandi og söluaðilarnir eru.
Með söluvöru er ég að tala um æfingaprógröm og fæðubótaefni, aka, snákaolíur og hindurvitni.

Ég segi þetta af ákveðnum ástæðum. Í okkar samfélagi hefur orðið ákveðin breyting á lífsmynstri og neysluvenjum, eitthvað sem má snúa við, ef viljinn er fyrir hendi. Við erum orðin mikið háð tilbúnu lífskapphlaupi og erum að drepa okkur mörg hver á þessu rugli. Sérstaklega hvað varðar neysluvenjur og svo ég tali nú ekki um hvernig hvíldarmynstrinu er háttað.

Á ég að segja ykkur eitt?
Við getum notað fullkomlega náttúrulegar aðferðir til að hreinsa líkamann og koma á betri efnaskiptum með sáraeinföldum aðgerðum, sem btw, kosta ekki neitt. Eiginlega sparnaður því að inniheldur niðurskurð á tiltölulega dýrum vörum.

Og á ég að segja ykkur annað?
Fyrsti liðurinn og sennilega sá almikilvægasti í þessu er, að taka út alla gosdrykki og drekka vatn, og nóg af því. Og hvað er nóg? Erfið spurning því við erum jú mismunandi, en meðaltalið er einhversstaðar á milli 2-5 lítrar af vatni á dag, plús það sem við fáum úr fæðunni. Við getum þess vegna tekið burt alla mjólk ef út í það er farið, því það eru jú ákveðnar erfðafræðilegar ástæður fyrir því að mjólk sem slík er okkur ekki eiginleg frá náttúrunnar hendi. Það er efni í sérstaka færslu ef vill.

Viljið þið svo heyra það þriðja?
Sælgæti og tilbúnar vörur sem innihalda annaðhvort eða hvort tveggja, sykur og sætuefni. Sykur sem slíkur er ekki endilega óvinurinn, mikið frekar magnið sem við neytum. Hins vegar eru sætuefnin algjör Killer, sannast sagna, og þá bókstaflega. Þessar vörur og vöruflokka þarf að taka út, við höfum nákvæmlega ekkert með það að gera.

Svo í fjórða lagi?
Hreyfing. Þá er ég ekki að tala um að kaupa kort í æfingastöðvarnar með samningi um kaup á tilbúnum "fæðubótarefnum". Ég er að tala um good old, setja annan fótinn fram fyrir hinn, á hraða sem hentar hverjum og einum. Klukkutíma rösk ganga gerir kraftaverk. Og það kostar ekki gramm miðað við það sem verið er að spreða í stöðvarnar og annað vesen. Ég hef svo oft, of oft, séð fólk, sem er búið að hamast í klukkutíma á græjum í kyrrstöðu, koma síðan út og byrja á því að skella í sig einhverjum þessum tilbúnu "hámarksdrykkjum" eða hvaða nöfnum sem þeir nefnast, og bryðja kannski eitt Marsstykki með. Vússsjj, öll æfingin farin fyrri bí og plús viðbætur í vatnsuppsöfnun. Þegar ég bendi góðfúslega á þessar staðreyndir, þá er ég bara einhver rugludallur, sem hefur ekki kynnt sér um hvað málið snýst. En tröst mí, ég hef svo sannanlega gert það.

Svo má ekki gleyma lið fimm?
Tíminn sem þetta allt tekur. Fólki er seld sú tálsýn að það megi gera svona og svona mikið á þetta eða hitt stuttum tíma. GLEYMIÐ ÞVÍ.... Það eru ákveðnar ástæður fyrir því að hlutirnir gerast á líffræðilega ákveðnum tíma. 3 mánuðir að lágmarki, 6 mánuðir svo aðferðirnar verði varanlegri. 12 mánuðir myndi ég segja norm. Það eru til allskonar staðfestur um lífklukkuna, ákveðið líffræðilegt ferli sem er bundið okkar genum. 28 dagar. Já, 28 dagar er sá meðaltalstími sem það tekur segjum, húðfrumur að endurnýja sig. Kvenfólk ætti nú að kannast við þetta, tíðahringurinn er þessi meðaltalstími. Okkar tími er fastfixaður í DNA strengjunum. Það er ekkert sem við getum gert til að breyta því. Ef það er reynt, t.d. með kolröngum neysluvenjum og lífsmynstri, þá fokkar það upp í kerfinu og líkaminn tekur skellinn. Ég hef prófað það á eigin skinni, hver minn "árangurstíminn" er, og það eru 3x 28 dagar, þar til árangur er merkjanlegur og líkaminn er farinn að starfa á sínum eðlilegu, líffræðilegu nótum.

Og loka atriðið er, og ekki hvað síst?
Hvíld. Hvíld miðað við hverja persónu á réttum tíma. Það er hægt að gúggla allt þetta, hafa samband við sérfræðinga í svefni og svefnvenjum. Þeir sem hafa hvað mest ruglaða líkamsstarfsemi, hvílast of lítið og á röngum tíma.

Þá að lokum?
Allt þetta KOSTAR EKKI NEITT. Þið getið jafnvel sparað stórar fjárhæðir með því að fara náttúrulegu leiðina. Sem ætti eðli málsins samkvæmt, að vera "hin eina rétta".

Jæja, búinn að rausa nóg í bili, en hver veit nema ég skelli inn fleirum svona, þegar líða tekur á "áheitatímabilið"

Að sinni, ykkar einlægur.

06.07.2013 16:16

Þemu


Hin ýmsu þemu er hægt að vinna með hverju sinni og margt skemmtilegt í þeim vinklum. Undanfarið hef ég verið að skoða og finna mig í ýmsum slíkum, og yfirleitt er það eitthvað tískutengt, eins og svo æði margt sem verið er að gera almennt. Allavega það sem er hvað mest áberandi.

Eitt slíkt Þema er kallað Wild Fox, í höfuðið á tískufyrirbærinu. Það er miðað að yngri neytendum og tvinnast í þetta hugtak sem kallast Hipster. Einhver 21. aldar hugmyndafræði.

Nema hvað, ég ákvað að prófa mig í þessu og má segja að ég sé sæmilega ánægður með útkomuna.
Ég fékk til liðs við mig frábært Módel, hana Linh Duong, sem skilaði sínu afbragðsvel.

Hér má sjá tvo góða ramma frá æfingum okkar um daginn.Þessi pæling byggir á hugmyndafræðinni, Stelpan sem vill ekki fullorðnast, klæðaburðurinn og sametning ásamt förðun og hári, er yfirleitt frekar óhefðbundið og uppstillingarnar frekar unggæðingslegar.

Meira seinna,

Ykkar einlægur.

21.04.2013 16:33

Myndaflokkar

Headshots, eða persónumyndir, er form sem mikið er notað í allskonar professional kynningum erlendis og jafnvel hér, þá aðallega sem almennar passamyndir (portraits) Hins vegar er um að ræða mjög sértækt form ljósmyndunar og eru margar stofur erlendis sem sérhæfa sig eingöngu í Headshots.

Headshots snúast nenfilega um persónur, karaktera, jafnmargir og þeir eru. Sumir vilja fá myndir sem passa við Sölumanninn, Leikarann, Módelið, Opinbera starfsmanninn eða almennan þjónustuaðila. Þá þarf að vera til staðar trúlegur karakter, túlkun sem mun "selja" viðkomandi, þá aðallega ef um kynningar og Resume, eða ferilskrá er að ræða. Erlendis t.d. er mikið lagt uppúr Headshots sem aðalkynningu Leikara og Módela, svo þurfa einnig að vera annarskonar myndir, sem sýna hæfileika, eiginleika sem Leikari/Módel og þá flokka sem viðkomandi er að leggja áherslu á og kýs að vinna eftir.

Sá/sú sem leggur í Headshots, þ.e. að taka slíkar myndir, þarf eðli málsins samkvæmt að þekkja til, kunna að vinna með karaktera og finna jafnvel nýja vinkla á persónur, þetta snýst allt um túlkun og að finna og grípa ákveðin augnablik sem "gera" karakter. Oftar en ekki þurfa einstaklingar að sýna "hina" hliðina á sjálfum sér, geta farið innávið og komið fram með túlkanir sem öllu jafna sjást ekki í daglegu lífi. Þar er ég að vísa í hugmyndafræði sem ég kalla Basic Instinct, eða frumsjálfið. Þemahugmyndir sem ég hef verið að dunda mér við í nokkur ár.

Nú á dögunum fór ég í slíka vinnslu, Headshots, til að finna og draga fram aðra karaktera á einstkalingum sem fólk á kannski ekki að venjast og eru um margt langt frá persónunni sem er þekktust á meðal nánustu ættingj/vina.

Fyrst er að nefna hana Ernu G, góða vinkonu mína, hina eiginlegu Bombu Íslands, sem er hvað þekktust fyrir Glamour fyrirsætustörf og hefur náð nokkrum árangri á þeim vetvangi erlendis allavega. Nýleg birting hjá henni er hjá Ítalska Playboy vefútgáfunni, sem verður að teljast nokkuð gott.

 

Hér er ein útgáfa af Headshots fyrir Ernu G.


Eitthvað sem fólk ætti ekki von á frá Glamour Módeli svona almennt, en samt sem áður önnur túlkun hjá sama einstaklingi, sem sýnir ákveðna hæfileika umfram sjálfgefinn stíl.


Svo er hér einnig túlkun frá tveggja barna móður, Önnu Sigurlínu Tómasdóttur, hugtak hjá almeningi sem hin dæmigerða persóna og fáir eru að spá í svona yfirleitt held ég.Þessar myndir sýna á engan hátt þá almennu túlkun, annarsvegar þegar verið er að tala um Glamour Módel eða hina venjulegu móður.

Í mínum huga snúast Headshots einmitt um þetta, að draga fram karaktera sem öllu jafna sjást ekki í daglegu lífi, en eru óumdeilanlega hluti af persónunni sjálfri sem verið er að vinna með hverju sinni.

Að sinni, Ykkar einlægur.

 

19.05.2012 09:32

Einhver sýnishorn


Hér koma örfá sýnishorn af allskonar tækifærismyndum sem ég hef dundað mér við undanfarin ár.
Einungis örfá sýnishorn, og enn og aftur, nota ég minn persónulega stíl á allt efnið.

Að sinni.

Ykkar einlægur.
  • 1
clockhere
Today's page views: 90
Today's unique visitors: 6
Yesterday's page views: 47
Yesterday's unique visitors: 10
Total page views: 1547
Total unique visitors: 206
Updated numbers: 26.1.2022 09:47:16


Um mig

Name:

Sigurpáll Björnsson

Cell phone:

846 2760

Location:

Þorlákshöfn

About:

Áhugaljósmyndari og fyrrum Tæknimaður Kia á Íslandi.

Links