19.04.2008 22:55

London Town

Þá styttist óðfluga í ferðina mína og frúarinnar, góð helgarreisa til London. Förum út á fimmtudaginn og komum heim seint á sunnudagskvöldinu. Tilgangurinn er árshátíð hjá vinnuveitandanum, en það er bara eitt kvöld, föstudagskvöldið, hinn tíminn er á okkar vegum ef svo má að orði komast.

Nú hefur konan lítið farið af landinu og er þetta gífurlega spennandi fyrir hana og er ég mikið spenntur fyrir hennar hönd. Ég hef farið eiginlega of oft, vegna vinnunnar, þá eingöngu á námskeið. Farið tvívegis til Slóvakíu í evrópuverksmiðjurnar fyrir KIA Motors, hin skiptin í höfuðstöðvarnar í Frankfurt. Ég hefði glaður viljað fara allar þessar ferðir ef ég hefði möguleika á að gera eitthvað annað en að sitja á skólabekk frá 8 til 17 alla dagana sem þessi námskeið standa í hvert skipti. Fyrstu þrjú-fjögur skiptin voru svosem spennandi, en þegar líða tók á, þá varð þetta eiginlega leiðigjarnt og ekki til neinnar tilhlökkunar sérstaklega.

Allavega verður mikið skoðað og höfum bókaða miða á ABBA showið Mama Mia, sem er gífurlega vinsælt um þessar mundir. Madam Tusoids, Tower of London, kannski London Eye ef vel viðrar. Regent Street verður labbað og skoðað í búðir, ofl. ofl.

Það sem ég óttast helst er blessuð London rigningin, sem steypist fyrirvaralaust úr loftinu, hef reynslu af því frá fyrri tíð. Þannig að maður byrjar á því að versla sér litla og netta regnhlíf, svona London Style :)

Pósta svo hér inn ferðasögunni þegar túrinn er af staðinn. :)

Að sinni.

clockhere
Flettingar í dag: 503
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 71
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 167309
Samtals gestir: 24446
Tölur uppfærðar: 8.10.2024 19:42:33