05.12.2016 21:44

Afastelpan

Sæl öll.
 
Langt síðan ég kíkti hérna inn sjálfur og mikið vatn runnið til sjávar, so to speak.
Nema hvað, nú er ég orðinn töluvert ríkari af barnabörnum og verð að viðurkenna að ég hef verið frekar latur við að mynda herlegheitin.
 
Allavega, þá er annað nýjasta barnabarnið nýlega skírð og kom til Afa í jólamyndatöku, her er ein af henni Hrafnhildi Maríu að pósa fyrir Afa gamla :)
 
 
Er hún ekki sæt :D

19.04.2008 22:55

London Town

Þá styttist óðfluga í ferðina mína og frúarinnar, góð helgarreisa til London. Förum út á fimmtudaginn og komum heim seint á sunnudagskvöldinu. Tilgangurinn er árshátíð hjá vinnuveitandanum, en það er bara eitt kvöld, föstudagskvöldið, hinn tíminn er á okkar vegum ef svo má að orði komast.

Nú hefur konan lítið farið af landinu og er þetta gífurlega spennandi fyrir hana og er ég mikið spenntur fyrir hennar hönd. Ég hef farið eiginlega of oft, vegna vinnunnar, þá eingöngu á námskeið. Farið tvívegis til Slóvakíu í evrópuverksmiðjurnar fyrir KIA Motors, hin skiptin í höfuðstöðvarnar í Frankfurt. Ég hefði glaður viljað fara allar þessar ferðir ef ég hefði möguleika á að gera eitthvað annað en að sitja á skólabekk frá 8 til 17 alla dagana sem þessi námskeið standa í hvert skipti. Fyrstu þrjú-fjögur skiptin voru svosem spennandi, en þegar líða tók á, þá varð þetta eiginlega leiðigjarnt og ekki til neinnar tilhlökkunar sérstaklega.

Allavega verður mikið skoðað og höfum bókaða miða á ABBA showið Mama Mia, sem er gífurlega vinsælt um þessar mundir. Madam Tusoids, Tower of London, kannski London Eye ef vel viðrar. Regent Street verður labbað og skoðað í búðir, ofl. ofl.

Það sem ég óttast helst er blessuð London rigningin, sem steypist fyrirvaralaust úr loftinu, hef reynslu af því frá fyrri tíð. Þannig að maður byrjar á því að versla sér litla og netta regnhlíf, svona London Style :)

Pósta svo hér inn ferðasögunni þegar túrinn er af staðinn. :)

Að sinni.

24.03.2008 09:51

Gestabókin


Elsku hjartans krúsidúllurnar mínar, ég vil endilega að þið sem kíkið á síðuna, kvittið svo ég geti endurgoldið innlitið :)

Díll? 

22.02.2008 23:18

KIA námskeiðið

Þá er afstaðið fyrsta yfirgripsnámskeiðið sem ég held fyrir þjónustuaðila KIA á landinu. Fyrsta af nokkrum sem ég mun skipuleggja og halda. Af nægu efni er að taka og verður framvindan í beinu framhaldi af árangri þessa námskeiðs. Þó hafði ég af því nokkrar áhyggjur að ég væri með of stífa efnisyfirferð, en tel mig hafa lágmarkað hættuna með því að afhenda sjálf námskeiðsgögnin ásamt fleira efni sem þáttakendur geta svo skoðað í rólegheitum seinna ásamt því að geta notað þetta efni sem uppflettirit til greininga og viðgerða.

Og sjálfur tel ég að þetta hafi heppnast vel, í það minnsta einhver árangur. Þó veit ég það eftir að hafa sótt allmörg þjálfunarnámskeið, að árangurinn kemur ekki alltaf strax í ljós. Nú t.d. tveimur árum eftir fyrstu námskeiðin, er ég enn að rifja upp eitthvað sem kom fram þá, eitthvað sem lá kannski ekki alveg ljóst fyrir fyrstu mánuðina á eftir.

Þarna kom saman afar góður hópur manna sem koma til með að þjónusta KIA bifreiðar í náinni framtíð og vonandi lengur. Og sannast sagna hlakka ég til að geta haldið áfram að leggja mín lóð á vogarskálarnar svo KIA nái þeim markmiðum sem sett eru.

Að sinni.
  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 9
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 226
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 182678
Samtals gestir: 25735
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 02:56:13