23.05.2025 21:03

Ekki alveg búinn að gleyma

Æði langt síðan ég settist niður hér á þessu svæði, mörg vötnin runnin.

Stutt ágrip, ég er hættur í þeirri myndasmíð sem ég var hvað lengst af að gera, þetta listræna. Hef hingað til helgað mig öðrum atriðum.

Verið að fikta við að mála, já, mála, eitthvað sem ég hef ekki verið að gera frá unglingsárum í raun, eitthvað teiknað og párað síðar en 

ekki farið alla leið fyrr en núna aftur fyrir á að giska tveimur árum eða svo.

Kem til með að birta eitthvað af því af og til.

Og skartgripasmíð, fræsa rúnir í sjóslípað fjörugrjót. Með gyllingu. Sem ég tók mig til og lærði, á Youtube. Allt hægt að læra þar ef maður virkilega vill.

Hendi inn einhverjum myndum af því. Rúnir eru mér hugleiknar, þar sem það er sterk vísun í upprunann, þennan norræna.

 

Varðandi upprunann, já. Þar sem ég er eilífðaráhugamaður um nánast allt, þá tók ég My Heritage DNA próf, til að átta mig á hvaðan erfðamengi mitt er komið.

Hafði óljósan grun um ákveðinn uppruna, annan en þennan Skandinavíska, að sjálfsögðu. Niður stöðurnar komu mér svolítið á óvart.

Hins vegar rennir það sterkum stoðum undir kenningu um uppruna okkar Íslendinga og reyndar þá hugmyndafræði varðandi, hverjir settust að hérna áður en Víkingarnir komu hingað.

Kom mér á óvart að vera um 20% frá Skotlandi, Írlandi og Wales,- Kelti, Celtic. Sem gefur sterka vísbendingu um hverjir voru hérna á skerinu í árdaga. 

Restin af erfðamenginu er aðallega þetta norræna.

 

Gaman að svona.

 

Skelli meira bulli þegar ég hef nálgast ákveðin gögn :)

Að sinni

 

clockhere
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 95
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 267397
Samtals gestir: 31496
Tölur uppfærðar: 24.5.2025 11:54:01