Myndablogg
Myndbirtingar á listrænum nótum. Allt efni er varið höfundarréttarlögum :)


26.06.2017 13:22

Annar miðbaugur

Og enn halda bollaleggingar áfram.

Margir kannast efalaust við myndirnar Planet of the Apes. Þar er sagt frá því er menn lenda á "einhverri plánetu" eftir langt ferðalag í geimnum. Þegar svo kemur í ljós að um er að ræða Jörðina sjálfa og maðurinn hefur horfið og apar hafa tekið við. 

Mín skoðun er sú að okkar tilvist núna er nokkuð á þessum nótum, þeir sem voru hér áður urðu að fara eða týndu lífi vegna mikilla hamfara þegar jarskorpan færðist til vegna árekstrar utan frá, fyrri jökulettur bráðnuðu hratt vegna þess og einnig mikillar hlýnunar af jarðfræðilegum orsökum. Þetta gerði jörðina óbyggilega fyrir þá sem voru hérna vegna námuvinnslunnar. Þeir höfðu um nokkurt skeið verið að rannsaka okkur frummennina og höfðu þá þegar ræktað upp vinnudýr til aðstoðar þar sem þeim var í raun óeiginlegt að lifa hérna, samsetning lofthjúpsins og svo þeirrar staðreyndar að þeir voru töluvert stærri en við menn í dag, sbr. frásagnir í ritum Súmera. Vegna okkar sérstaka eiginleika til að aðlagast, náðu menn á mörgum stöðum á hnettinum að halda lífi og þróast áfram, óafvitandi hvað í raun gerðist.

Í dag erum við að byrja að gefa út niðurstöður allskonar uppgraftra og rannsókna, sem hafa legið í láginni lengi, því ef þetta yrði allt opinberað, þyrfti að endurskrifa og henda öllum fræðum og bókum sem hafa verið og eru enn kenndar í dag, um söguna og upprunann.
Tökum sem dæmi, í Tyrklandi eru viðamiklar rannsóknir í gangi á nýlega fundnum byggingaleifum, sem staðfest er að eru allavega 15-20 þúsund ára gamlar, hvar form og efnistök eru með þeim hætti að okkar forfeður hefðu með eingu móti getað framkvæmt þetta. Eins hafa þessar byggingaleifar grafist undir, líkt og viljandi hafi verið reynt að hylma yfir þær á sínum tíma. Þetta vil ég meina að sé vegna þessa miklu flóða sem voru afleiðing náttúruhamfaranna sem urðu á sínum tíma og okkar ritningar túlka sem Nóaflóðið. Eins er með þær rústir sem má finna í Perú, Bólivíu og fleiri stöðum, sem virðast hafa verið niðurgrafnar áður en tímans tönn tók að moka yfir.

Hér er slóð á ítarefni á þessar hugleiðingar, svona ef maður síar eitthvað út, en í grunninn er hér um staðfesta hluti að ræða vel flest, Fyrir um 14 þús árum

Miðað við margar pælingar sem maður getur horft á og lesið um á netinu, eru miklar líkur á að jörðin hafi haft annan halla og pólstaða hafi breyst. Ef marka má niðurstöður margra opinberra hugmyndasmiða, þá hafi fyrri miðbaugur verið á öðrum stað og flestar fornar byggingar hafi verið byggðar við síðasta miðbaug og skv því var þetta með öðru sniði þá en núna. Meira að segja annað loftslag en við búum við í dag. Hægt er að stika út stöðu fyrri miðbaugs miðað við þær staðsetningar og lýsingar. T.d. er nokkuð ljóst að Sahara og löndin fyrir botni Miðjarðarhafsins hafi verið skógi vaxin og mikill gróður hafi verið þar fyrir einhverjum tugum þúsunda ára. Þeir sem voru hér á undan okkur bjuggu sem næst þeim miðbaug og voru ekki mikið að fara útfyrir það svæði. Ég mun síðar koma með myndir og útskýringar á þessu atriði með gamla miðbauginn, með mínum ránnsóknum :)

Að sinni, kem með miklu meira síðar.

14.06.2017 21:19

Maðurinn


Nú held ég aðeins áfram.
Ég hef ætíð haldið því fram, órökstutt, að við sem tegund, höfum verið hér áður, þ.e. aðrir hafa verið hér á undan okkur og náð langt tæknilega séð, en af einhverjum ástæðum, horfið af sjónarsviðinu að því er virðist nokkrum sinnum, ef marka má margar pælingar sem við getum auðveldlega fundið á veraldarvefnum.
Eins hef ég ætíð haldið því fram, að síðasti menningarlegi kynþátturinn hafi lifað samhliða okkur um nokkurn tíma, sbr frásagnir í ritum Súmera. Leyndardómar Súmera

Í seinni tíð hef ég, enn og aftur órökstutt þar til nú, haldið því fram að okkar tegund, sé töluvert eldri en fræðingarnir vilja halda fram sem er reyndar allt sett fram sem kenningar. 
Núna er komin nokkuð haldbær rannsókn á mannvistarleifum, sem eru að minnsta kosti 300 þúsund ára gamlar og hafa einkenni nútímamannsins Nýir forfeður
Og eins og segir í niðurlagi fréttarinnar, þeir höfðu andlit eins og við myndum sjá í neðarjarðalestum í dag.

Allar þessar miklu byggingaleifar sem eru að koma í ljós í uppgröftum víðs vegar, og þá síðast mest fjallað um frá Tyrklandi, Göpleki Tepe séu leifar fyrri menningar sem var á undan okkur, og þá er ég einnig að tala um óútskýrðu leifarnar í Tiwanaku og Puma Punku,  Bólivíu. Líkt og getið er í myndbandinu frá Tyrklandi varðandi að hugmyndir séu uppi um að þessi svæði hafi vísvitandi verið hulin , þá má leiða að því getum að hluti Tiwanaku hafi verið sprengdur upp ef marka má loftmyndir af svæðinu. Þar sést nokkuð greinilegur gígur í hinum meinta Pýramíða sem hefur verið á staðnum.

Margir eru þeirrar skoðunar, þar á meðal ég, að fjölmörg menningarsamfélög hafi verið hér á undan okkur og við séum rétt núna að opna augun fyrir þeirri staðreynd. Hver svo ástæðan er fyrir að hin fyrri hafi liðið undir lok, er ekki komið fram enn. 

Meira síðar.

21.01.2017 17:04

Maðurinn, tegundin.

Ég sit oft og hugsa með mér, hver erum við og af hverju erum við hérna.?
Stórar spurningar en vísindin eru með afar fá svör og sitt sýnist hverjum.
Sem hefur leitt mig í ákveðnar pælingar sem hafa beint mér á ákveðnar slóðir.

Á hverju er að byggja?
Hvaða sannanir höfum við?
Eru nútíma vísindi alveg skotheld?
Er tímatalið okkar rétt?

Get haldið áfram endalaust sjálfsagt með spurningar af þessum toga, en ég spyr mig spurninga, stöðugt, og grefst fyrir á mínum forsendum.

Hér, https://en.wikipedia.org/wiki/Human_evolution má sjá svona nokkurnveginn hvernig mannskepnan hefur þróast, og er byggt á miklum erfðafræðilegum rannsóknum og allt það.
Og nú vilja menn meina að hinn meinti týndi hlekkur sé fundinn, Hlekkurinn

En það sem ég fiska eftir, er hvenær "menn" fóru beinlínis "hugsa" á þann hátt sem sker okkur frá öllum öðrum skepnum hnattarins. Hvenær gerðist það? Og það sem meira er, af hverju?

Fjölmargar kenningar eru til og meira blabla, og víst alveg hellingur af allskonar fornminjum, byggingum og öðru þvíumlíku. Verst hvað vísindin eru treg á að kanna það, eða mikið frekar viðurkenna allt sem til er og hefur verið uppgötvað.

En þarna akkúrat komum við að kjarnanum....
Fyrir ekki svo löngu héldu allir að jörðin væri flöt.... og sólin snerist um pönnukökuna..... menn voru drepnir ef þeir vildu meina annað.....

Í mínum huga snýst þetta allt um "Viðurkennda þekkingu", þar sem búið er að skrifa öll tonnin af bókum, sem kennt er eftir. Það yrði slæmt ef þyrfti að endurskrifa það alltsaman.....
Og þar situr hnífurinn í....
Eitt gott tilefni, sem styður í raun allt sem ég hef verið að hnoða saman í mínum haus, er að "treglega" hafa vísindin tekið til athugunar þá staðreynd að Sphinxinn er nokkrum þúsundum ára eldri en Pyramídarnir.... Og hananú...!! Gamligamli

Tökum hérna eitt klassískt dæmi, steinbyggingarnar í Suður Ameríku, þegar Spánverjar fóru þar um, ruplandi og rænandi, spurðu innfædda hvernig þeir hafi farið að því að reisa allar þessar byggingar? Þá brustu innfæddir í hlátur (svo herma sögur) og sögðu, "Við gerðum ekkert af þessu, þetta var hérna þegar við komum....!!

Það sem "vísindin" hanga á, er almenn vanþekking á jarðfræðilegum atriðum varðandi þróun lands og landmótunar yfir langan tíma, einhver þúsundir, tugþúsundir eða hundruði þúsunda ára. Með tímanum breytist allt, og þarf í raun ekki svo "langan" tíma til að öll ummerki mannskepnunnar hyrfu, nánast með öllu. Maðurinn hverfur

Málið er, að miklar náttúrulegar hamfarir orðið af og til í jarðsögunni og síðustu meirháttar hamfarir, sem álitið er að hafi útrýmt nánast öllu lífi á hnettinum, hafi gerst fyrir síðustu ísöld.
Mín skoðun er sú, að það hafi verið allavega ein "manntegund" til áður, sem lifðu samhliða okkar forfeðrum á sínum tíma og voru orðnir mjög tæknivæddir, hafi þar af leiðandi náð að forða sér, einhverjir, og skilið eftir margt, ef ekki allt af þessu sem menn eru að brjóta óþroskaðan heilann um.

Og þetta erum við að sjá í dag, eftir töluverðan tíma með náttúrulegu niðurbroti.

Og svona sem niðurlag á þessari færslu, þá hef ég gaman af svona pælingum, Hverjir voru smiðirnir?


Miklu meira síðar, að sinni.

05.12.2016 22:44

Afastelpan

Sæl öll.

Langt síðan ég kíkti hérna inn sjálfur og mikið vatn runnið til sjávar, sort of speak.
Nema hvað, nú er ég orðinn töluvert ríkari af barnabörnum og verð að viðurkenna að ég hef verið frekar latur við að mynda herlegheitin.

Allavega, þá er annað nýjasta barnabarnið nýlega skírð og kom til Afa í jólamyndatöku, her er ein af henni Hrafnhildi Maríu að pósa fyrir Afa gamla :)


Er hún ekki sæt :D

16.11.2013 00:06

Tímabil


Tímabil. Tímabil í sögu.
Góðar myndir má segja að séu tímalausar, einkum þær sem gefa ekki vísbendingu í ártöl eða annað sem merkir ákveðin tímabil eða annan tímafesti.

Hins vegar eru einnig til myndir, teknar eða unnar sem fyrri tíma verk á okkar nútíma. Tímabil án fasts tíma.

Ég hef stundum hugleitt hvernig best sé að framkvæma slíkt og þá serstaklega ef um eitthvað fyrirfram ákveðið tímabil í sögu sé að ræða. Mér datt sisona í hug að beita fyrir mér eftivinnslutækni til að líkja sem mest eftir ákveðnu tímabili í ljósmyndasögunni, fyrir tíma filmunnar. Þá voru hinar ýmsu aðferðir við að festa augnablikið, og horfi ég sérstaklega til tímans um og uppúr aldamótunum 1800.
Þá var notuð svokölluð Wet Plate Collodion aðferð, glerplötur voru forunnar með efnum til að gera þær ljósnæmar og síðan framkallað eftir á með öðrum efnum.

Slík aðferð er um margt sniðug og enn þann dag í dag, er verið að vinna listrænt efni með þessari aðferð. Það er hins vegar utan minna handa að framkvæma. Sú aðferð sem er sennilega hvað hættuminnst, ef miðað er við þau efni sem þarf í hitt, er eftirvinnsla í Photoshop.

Ég hef gert margar, misgóðar, tilraunir til að líkja eftir þessu formi, en áræð hér þó að skella fram allavega tveimur slíkum.Hér gæti verið um að ræða Íslenska konu frá þessu tímabili, um aldamótin 1800.Og hérna gæti trúlega verið um að ræða ártal um 1850 eða svo.

Vonandi er þetta eitthvað fyrir ykkar augu vinir mínir :)

Að sinni, ykkar einlægur.

06.11.2013 12:17

Sjaldan er góð vísa.....


Nú sem endranær, þá byrja öll "átökin" á haustmánuðum og ná sínu árlega hámarki eftir áramótin. Og allir kveða sína Lilju. Mér er skapi næst að halda að þetta sé vísvitandi gert, að segja ekki allan sannleikann gagngert til að selja "hina einu réttu aðferð", sem er jafnmismunandi og söluaðilarnir eru.
Með söluvöru er ég að tala um æfingaprógröm og fæðubótaefni, aka, snákaolíur og hindurvitni.

Ég segi þetta af ákveðnum ástæðum. Í okkar samfélagi hefur orðið ákveðin breyting á lífsmynstri og neysluvenjum, eitthvað sem má snúa við, ef viljinn er fyrir hendi. Við erum orðin mikið háð tilbúnu lífskapphlaupi og erum að drepa okkur mörg hver á þessu rugli. Sérstaklega hvað varðar neysluvenjur og svo ég tali nú ekki um hvernig hvíldarmynstrinu er háttað.

Á ég að segja ykkur eitt?
Við getum notað fullkomlega náttúrulegar aðferðir til að hreinsa líkamann og koma á betri efnaskiptum með sáraeinföldum aðgerðum, sem btw, kosta ekki neitt. Eiginlega sparnaður því að inniheldur niðurskurð á tiltölulega dýrum vörum.

Og á ég að segja ykkur annað?
Fyrsti liðurinn og sennilega sá almikilvægasti í þessu er, að taka út alla gosdrykki og drekka vatn, og nóg af því. Og hvað er nóg? Erfið spurning því við erum jú mismunandi, en meðaltalið er einhversstaðar á milli 2-5 lítrar af vatni á dag, plús það sem við fáum úr fæðunni. Við getum þess vegna tekið burt alla mjólk ef út í það er farið, því það eru jú ákveðnar erfðafræðilegar ástæður fyrir því að mjólk sem slík er okkur ekki eiginleg frá náttúrunnar hendi. Það er efni í sérstaka færslu ef vill.

Viljið þið svo heyra það þriðja?
Sælgæti og tilbúnar vörur sem innihalda annaðhvort eða hvort tveggja, sykur og sætuefni. Sykur sem slíkur er ekki endilega óvinurinn, mikið frekar magnið sem við neytum. Hins vegar eru sætuefnin algjör Killer, sannast sagna, og þá bókstaflega. Þessar vörur og vöruflokka þarf að taka út, við höfum nákvæmlega ekkert með það að gera.

Svo í fjórða lagi?
Hreyfing. Þá er ég ekki að tala um að kaupa kort í æfingastöðvarnar með samningi um kaup á tilbúnum "fæðubótarefnum". Ég er að tala um good old, setja annan fótinn fram fyrir hinn, á hraða sem hentar hverjum og einum. Klukkutíma rösk ganga gerir kraftaverk. Og það kostar ekki gramm miðað við það sem verið er að spreða í stöðvarnar og annað vesen. Ég hef svo oft, of oft, séð fólk, sem er búið að hamast í klukkutíma á græjum í kyrrstöðu, koma síðan út og byrja á því að skella í sig einhverjum þessum tilbúnu "hámarksdrykkjum" eða hvaða nöfnum sem þeir nefnast, og bryðja kannski eitt Marsstykki með. Vússsjj, öll æfingin farin fyrri bí og plús viðbætur í vatnsuppsöfnun. Þegar ég bendi góðfúslega á þessar staðreyndir, þá er ég bara einhver rugludallur, sem hefur ekki kynnt sér um hvað málið snýst. En tröst mí, ég hef svo sannanlega gert það.

Svo má ekki gleyma lið fimm?
Tíminn sem þetta allt tekur. Fólki er seld sú tálsýn að það megi gera svona og svona mikið á þetta eða hitt stuttum tíma. GLEYMIÐ ÞVÍ.... Það eru ákveðnar ástæður fyrir því að hlutirnir gerast á líffræðilega ákveðnum tíma. 3 mánuðir að lágmarki, 6 mánuðir svo aðferðirnar verði varanlegri. 12 mánuðir myndi ég segja norm. Það eru til allskonar staðfestur um lífklukkuna, ákveðið líffræðilegt ferli sem er bundið okkar genum. 28 dagar. Já, 28 dagar er sá meðaltalstími sem það tekur segjum, húðfrumur að endurnýja sig. Kvenfólk ætti nú að kannast við þetta, tíðahringurinn er þessi meðaltalstími. Okkar tími er fastfixaður í DNA strengjunum. Það er ekkert sem við getum gert til að breyta því. Ef það er reynt, t.d. með kolröngum neysluvenjum og lífsmynstri, þá fokkar það upp í kerfinu og líkaminn tekur skellinn. Ég hef prófað það á eigin skinni, hver minn "árangurstíminn" er, og það eru 3x 28 dagar, þar til árangur er merkjanlegur og líkaminn er farinn að starfa á sínum eðlilegu, líffræðilegu nótum.

Og loka atriðið er, og ekki hvað síst?
Hvíld. Hvíld miðað við hverja persónu á réttum tíma. Það er hægt að gúggla allt þetta, hafa samband við sérfræðinga í svefni og svefnvenjum. Þeir sem hafa hvað mest ruglaða líkamsstarfsemi, hvílast of lítið og á röngum tíma.

Þá að lokum?
Allt þetta KOSTAR EKKI NEITT. Þið getið jafnvel sparað stórar fjárhæðir með því að fara náttúrulegu leiðina. Sem ætti eðli málsins samkvæmt, að vera "hin eina rétta".

Jæja, búinn að rausa nóg í bili, en hver veit nema ég skelli inn fleirum svona, þegar líða tekur á "áheitatímabilið"

Að sinni, ykkar einlægur.

06.07.2013 16:16

Þemu


Hin ýmsu þemu er hægt að vinna með hverju sinni og margt skemmtilegt í þeim vinklum. Undanfarið hef ég verið að skoða og finna mig í ýmsum slíkum, og yfirleitt er það eitthvað tískutengt, eins og svo æði margt sem verið er að gera almennt. Allavega það sem er hvað mest áberandi.

Eitt slíkt Þema er kallað Wild Fox, í höfuðið á tískufyrirbærinu. Það er miðað að yngri neytendum og tvinnast í þetta hugtak sem kallast Hipster. Einhver 21. aldar hugmyndafræði.

Nema hvað, ég ákvað að prófa mig í þessu og má segja að ég sé sæmilega ánægður með útkomuna.
Ég fékk til liðs við mig frábært Módel, hana Linh Duong, sem skilaði sínu afbragðsvel.

Hér má sjá tvo góða ramma frá æfingum okkar um daginn.Þessi pæling byggir á hugmyndafræðinni, Stelpan sem vill ekki fullorðnast, klæðaburðurinn og sametning ásamt förðun og hári, er yfirleitt frekar óhefðbundið og uppstillingarnar frekar unggæðingslegar.

Meira seinna,

Ykkar einlægur.

21.04.2013 16:33

Myndaflokkar

Headshots, eða persónumyndir, er form sem mikið er notað í allskonar professional kynningum erlendis og jafnvel hér, þá aðallega sem almennar passamyndir (portraits) Hins vegar er um að ræða mjög sértækt form ljósmyndunar og eru margar stofur erlendis sem sérhæfa sig eingöngu í Headshots.

Headshots snúast nenfilega um persónur, karaktera, jafnmargir og þeir eru. Sumir vilja fá myndir sem passa við Sölumanninn, Leikarann, Módelið, Opinbera starfsmanninn eða almennan þjónustuaðila. Þá þarf að vera til staðar trúlegur karakter, túlkun sem mun "selja" viðkomandi, þá aðallega ef um kynningar og Resume, eða ferilskrá er að ræða. Erlendis t.d. er mikið lagt uppúr Headshots sem aðalkynningu Leikara og Módela, svo þurfa einnig að vera annarskonar myndir, sem sýna hæfileika, eiginleika sem Leikari/Módel og þá flokka sem viðkomandi er að leggja áherslu á og kýs að vinna eftir.

Sá/sú sem leggur í Headshots, þ.e. að taka slíkar myndir, þarf eðli málsins samkvæmt að þekkja til, kunna að vinna með karaktera og finna jafnvel nýja vinkla á persónur, þetta snýst allt um túlkun og að finna og grípa ákveðin augnablik sem "gera" karakter. Oftar en ekki þurfa einstaklingar að sýna "hina" hliðina á sjálfum sér, geta farið innávið og komið fram með túlkanir sem öllu jafna sjást ekki í daglegu lífi. Þar er ég að vísa í hugmyndafræði sem ég kalla Basic Instinct, eða frumsjálfið. Þemahugmyndir sem ég hef verið að dunda mér við í nokkur ár.

Nú á dögunum fór ég í slíka vinnslu, Headshots, til að finna og draga fram aðra karaktera á einstkalingum sem fólk á kannski ekki að venjast og eru um margt langt frá persónunni sem er þekktust á meðal nánustu ættingj/vina.

Fyrst er að nefna hana Ernu G, góða vinkonu mína, hina eiginlegu Bombu Íslands, sem er hvað þekktust fyrir Glamour fyrirsætustörf og hefur náð nokkrum árangri á þeim vetvangi erlendis allavega. Nýleg birting hjá henni er hjá Ítalska Playboy vefútgáfunni, sem verður að teljast nokkuð gott.

 

Hér er ein útgáfa af Headshots fyrir Ernu G.


Eitthvað sem fólk ætti ekki von á frá Glamour Módeli svona almennt, en samt sem áður önnur túlkun hjá sama einstaklingi, sem sýnir ákveðna hæfileika umfram sjálfgefinn stíl.


Svo er hér einnig túlkun frá tveggja barna móður, Önnu Sigurlínu Tómasdóttur, hugtak hjá almeningi sem hin dæmigerða persóna og fáir eru að spá í svona yfirleitt held ég.Þessar myndir sýna á engan hátt þá almennu túlkun, annarsvegar þegar verið er að tala um Glamour Módel eða hina venjulegu móður.

Í mínum huga snúast Headshots einmitt um þetta, að draga fram karaktera sem öllu jafna sjást ekki í daglegu lífi, en eru óumdeilanlega hluti af persónunni sjálfri sem verið er að vinna með hverju sinni.

Að sinni, Ykkar einlægur.

 

19.05.2012 09:32

Einhver sýnishorn


Hér koma örfá sýnishorn af allskonar tækifærismyndum sem ég hef dundað mér við undanfarin ár.
Einungis örfá sýnishorn, og enn og aftur, nota ég minn persónulega stíl á allt efnið.

Að sinni.

Ykkar einlægur.

09.07.2011 11:07

Natural


Þá hef ég loksins geta' smíðað eitthvað af þeim áhugahugmyndum sem ég hef verið að pæla fyrir þetta ár. Sem n.b. er alfarið byggt á hugmyndafræði fyrri ára, þ.e. Natural Beauty. Og loksins hefur blessað veðrið orðið hagstætt til þess. Núna, síðustu viku sumarfrísins, hef ég áformað að bæta aðeins við og ræðst það reyndar alfarið af þeim tímaramma sem ég hef frá kvikmyndatökum. Svo þrengist tímaramminn töluvert þegar ég hverf til starfa eftir frí. 


Allavega, við Heiðrún Lilja tókum okkur til og röltum um Elliðaárdalinn núna á dögunum og skutum nokkra flotta ramma í Natural stílnum, hún er einstaklega flott Natural Módel og þarf ekki að vera með neina tilgerð í þeim málum :)


Hérna koma örfáar frá góðviðrisdeginum í Elliðaárdalnum góða :)Svo um leið og frekari hugmyndasmíð verður afstaðin, mun ég skella hér afritum eins fljótt og auðið verður.

Njótið.

Ykkar einlægur.

24.06.2011 16:01

Stílar og Þemu


Í gegnum þau ár sem ég hef verið að dunda mér við myndasmíð, þá hafa vafalítið margir meistarar haft áhrif á þau stílbrigði sem ég hef verið að prófa, gagngert til að finna minn persónulega stíl. Er um gífurlegan fjölda frægra nafna að ræða, en í seinni tíð hefur Steven Meisel staðið svolítið uppúr hjá manni. Hann er hvað þekktastur fyrir myndirnar sínar fyrir Ítalska Vogue blaðið. Og stíllinn hans er í einu orði sagt, æðislegur.

Ég hef ekki mikið lagt mig eftir að vinna beint undir áhrifum annarra, en hef lengi langað til að skjóta seríu með minni útgáfu af Steven Meisel, sem ég gerði núna á dögunum. Snillingurinn hún Vanessa Andrea Terrazas kom til mín ásamt förðunarsnillingnum Kötlu Einars og í sameiningu gerðum við flotta seríu, útitöku á nokkrum staðsetningum. Vorum meðal annars rekin burt af bílastæðinu hjá Kringlunni, hvar maður þarf víst að fá leyfi rekstrarfélagsins til að taka myndir á bílaplaninu hjá þeim. En það er annað mál.

Hér gefur svo að líta nokkrar myndir sem eru úr tökunni góðu.
Njótið :)

Svo þegar fleir verða unnar úr þessari töku, koma þær inn ásamt frekari umfjöllun, og jú, vonndi hef ég tíma til að skjóta fleira í þessum dúr á næstunni.

Ykkar einlægur.

14.11.2010 13:56

Natural Beauty Winter sessions

Þá loksins hef ég hafist handa á nýjan leik með Natural Beauty seríuna mína, eftir nokkurt hlé. Ég þykist vita að áhangendur mínir hafa verið orðnir langeygðir eftir nýju efni, sem ég mun bæta úr núna og á næstunni. 

Nokkrar tökur eru í farvatninu og verður gaman að pæla þær í tætlur og gleðja áhorfendur mína. 

Hér koma nokkrar vel valdar eftir tökur með þeim Tönju Mist og Guðrúnu Ólöfu, sem eru einstaklega hæfileikaríkar og eiga sannanlega að halda áfram á þessari braut :)


Tanja Mist, tekið í Hellisgerði í Hafnarfirði.

Svo eru hérna nokkrar með Guðrúnu, við tókum góðan rúnt um Heiðmörkina og náðum nokkrum verulega góðum þarna í frostinu :)Takk æðislega fyrir þolinmæðina og það að halda út í kuldanum, ekki allir sem púlla svonalagað með bros á vör :)


Kveðja að sinni, meira á leiðinni.

Ykkar einlægur :)

17.10.2010 11:39

Fashion


Ég tek mig stundum til og mynda í þessa hefðbundnu flokka, með mínum stílbrigðum þó :)
Er svo rosalega lítill Copy Cat þegar kemur að þessum málum. Mér finnst eins og allar auglýsingamyndir séu steyptar í sama formið og maður fær ósjálfrátt leið á því öllu.

Um daginn tókum við Karitas Ósk nett shoot í Perlunni, þar sem gaman er að leika sér með myndavél.
Nokkrar góðar koma hér, sem hafa birst á vef Grand Collection.


Meira seinna.
  • 1
clockhere
Today's page views: 40
Today's unique visitors: 22
Yesterday's page views: 62
Yesterday's unique visitors: 25
Total page views: 388522
Total unique visitors: 81549
Updated numbers: 15.8.2018 13:29:30


Um mig

Name:

Sigurpáll Björnsson

Cell phone:

846 2760

Location:

Þorlákshöfn

About:

Áhugaljósmyndari og fyrrum Tæknimaður Kia á Íslandi.

Links