Myndablogg
Myndbirtingar á listrænum nótum. Allt efni er varið höfundarréttarlögum :)


16.11.2013 00:06

Tímabil


Tímabil. Tímabil í sögu.
Góðar myndir má segja að séu tímalausar, einkum þær sem gefa ekki vísbendingu í ártöl eða annað sem merkir ákveðin tímabil eða annan tímafesti.

Hins vegar eru einnig til myndir, teknar eða unnar sem fyrri tíma verk á okkar nútíma. Tímabil án fasts tíma.

Ég hef stundum hugleitt hvernig best sé að framkvæma slíkt og þá serstaklega ef um eitthvað fyrirfram ákveðið tímabil í sögu sé að ræða. Mér datt sisona í hug að beita fyrir mér eftivinnslutækni til að líkja sem mest eftir ákveðnu tímabili í ljósmyndasögunni, fyrir tíma filmunnar. Þá voru hinar ýmsu aðferðir við að festa augnablikið, og horfi ég sérstaklega til tímans um og uppúr aldamótunum 1800.
Þá var notuð svokölluð Wet Plate Collodion aðferð, glerplötur voru forunnar með efnum til að gera þær ljósnæmar og síðan framkallað eftir á með öðrum efnum.

Slík aðferð er um margt sniðug og enn þann dag í dag, er verið að vinna listrænt efni með þessari aðferð. Það er hins vegar utan minna handa að framkvæma. Sú aðferð sem er sennilega hvað hættuminnst, ef miðað er við þau efni sem þarf í hitt, er eftirvinnsla í Photoshop.

Ég hef gert margar, misgóðar, tilraunir til að líkja eftir þessu formi, en áræð hér þó að skella fram allavega tveimur slíkum.Hér gæti verið um að ræða Íslenska konu frá þessu tímabili, um aldamótin 1800.Og hérna gæti trúlega verið um að ræða ártal um 1850 eða svo.

Vonandi er þetta eitthvað fyrir ykkar augu vinir mínir :)

Að sinni, ykkar einlægur.
clockhere
Today's page views: 37
Today's unique visitors: 6
Yesterday's page views: 47
Yesterday's unique visitors: 10
Total page views: 1494
Total unique visitors: 206
Updated numbers: 26.1.2022 08:43:06


Um mig

Name:

Sigurpáll Björnsson

Cell phone:

846 2760

Location:

Þorlákshöfn

About:

Áhugaljósmyndari og fyrrum Tæknimaður Kia á Íslandi.

Links