Myndablogg
Myndbirtingar á listrænum nótum. Allt efni er varið höfundarréttarlögum :)


06.11.2013 12:17

Sjaldan er góð vísa.....


Nú sem endranær, þá byrja öll "átökin" á haustmánuðum og ná sínu árlega hámarki eftir áramótin. Og allir kveða sína Lilju. Mér er skapi næst að halda að þetta sé vísvitandi gert, að segja ekki allan sannleikann gagngert til að selja "hina einu réttu aðferð", sem er jafnmismunandi og söluaðilarnir eru.
Með söluvöru er ég að tala um æfingaprógröm og fæðubótaefni, aka, snákaolíur og hindurvitni.

Ég segi þetta af ákveðnum ástæðum. Í okkar samfélagi hefur orðið ákveðin breyting á lífsmynstri og neysluvenjum, eitthvað sem má snúa við, ef viljinn er fyrir hendi. Við erum orðin mikið háð tilbúnu lífskapphlaupi og erum að drepa okkur mörg hver á þessu rugli. Sérstaklega hvað varðar neysluvenjur og svo ég tali nú ekki um hvernig hvíldarmynstrinu er háttað.

Á ég að segja ykkur eitt?
Við getum notað fullkomlega náttúrulegar aðferðir til að hreinsa líkamann og koma á betri efnaskiptum með sáraeinföldum aðgerðum, sem btw, kosta ekki neitt. Eiginlega sparnaður því að inniheldur niðurskurð á tiltölulega dýrum vörum.

Og á ég að segja ykkur annað?
Fyrsti liðurinn og sennilega sá almikilvægasti í þessu er, að taka út alla gosdrykki og drekka vatn, og nóg af því. Og hvað er nóg? Erfið spurning því við erum jú mismunandi, en meðaltalið er einhversstaðar á milli 2-5 lítrar af vatni á dag, plús það sem við fáum úr fæðunni. Við getum þess vegna tekið burt alla mjólk ef út í það er farið, því það eru jú ákveðnar erfðafræðilegar ástæður fyrir því að mjólk sem slík er okkur ekki eiginleg frá náttúrunnar hendi. Það er efni í sérstaka færslu ef vill.

Viljið þið svo heyra það þriðja?
Sælgæti og tilbúnar vörur sem innihalda annaðhvort eða hvort tveggja, sykur og sætuefni. Sykur sem slíkur er ekki endilega óvinurinn, mikið frekar magnið sem við neytum. Hins vegar eru sætuefnin algjör Killer, sannast sagna, og þá bókstaflega. Þessar vörur og vöruflokka þarf að taka út, við höfum nákvæmlega ekkert með það að gera.

Svo í fjórða lagi?
Hreyfing. Þá er ég ekki að tala um að kaupa kort í æfingastöðvarnar með samningi um kaup á tilbúnum "fæðubótarefnum". Ég er að tala um good old, setja annan fótinn fram fyrir hinn, á hraða sem hentar hverjum og einum. Klukkutíma rösk ganga gerir kraftaverk. Og það kostar ekki gramm miðað við það sem verið er að spreða í stöðvarnar og annað vesen. Ég hef svo oft, of oft, séð fólk, sem er búið að hamast í klukkutíma á græjum í kyrrstöðu, koma síðan út og byrja á því að skella í sig einhverjum þessum tilbúnu "hámarksdrykkjum" eða hvaða nöfnum sem þeir nefnast, og bryðja kannski eitt Marsstykki með. Vússsjj, öll æfingin farin fyrri bí og plús viðbætur í vatnsuppsöfnun. Þegar ég bendi góðfúslega á þessar staðreyndir, þá er ég bara einhver rugludallur, sem hefur ekki kynnt sér um hvað málið snýst. En tröst mí, ég hef svo sannanlega gert það.

Svo má ekki gleyma lið fimm?
Tíminn sem þetta allt tekur. Fólki er seld sú tálsýn að það megi gera svona og svona mikið á þetta eða hitt stuttum tíma. GLEYMIÐ ÞVÍ.... Það eru ákveðnar ástæður fyrir því að hlutirnir gerast á líffræðilega ákveðnum tíma. 3 mánuðir að lágmarki, 6 mánuðir svo aðferðirnar verði varanlegri. 12 mánuðir myndi ég segja norm. Það eru til allskonar staðfestur um lífklukkuna, ákveðið líffræðilegt ferli sem er bundið okkar genum. 28 dagar. Já, 28 dagar er sá meðaltalstími sem það tekur segjum, húðfrumur að endurnýja sig. Kvenfólk ætti nú að kannast við þetta, tíðahringurinn er þessi meðaltalstími. Okkar tími er fastfixaður í DNA strengjunum. Það er ekkert sem við getum gert til að breyta því. Ef það er reynt, t.d. með kolröngum neysluvenjum og lífsmynstri, þá fokkar það upp í kerfinu og líkaminn tekur skellinn. Ég hef prófað það á eigin skinni, hver minn "árangurstíminn" er, og það eru 3x 28 dagar, þar til árangur er merkjanlegur og líkaminn er farinn að starfa á sínum eðlilegu, líffræðilegu nótum.

Og loka atriðið er, og ekki hvað síst?
Hvíld. Hvíld miðað við hverja persónu á réttum tíma. Það er hægt að gúggla allt þetta, hafa samband við sérfræðinga í svefni og svefnvenjum. Þeir sem hafa hvað mest ruglaða líkamsstarfsemi, hvílast of lítið og á röngum tíma.

Þá að lokum?
Allt þetta KOSTAR EKKI NEITT. Þið getið jafnvel sparað stórar fjárhæðir með því að fara náttúrulegu leiðina. Sem ætti eðli málsins samkvæmt, að vera "hin eina rétta".

Jæja, búinn að rausa nóg í bili, en hver veit nema ég skelli inn fleirum svona, þegar líða tekur á "áheitatímabilið"

Að sinni, ykkar einlægur.
clockhere
Today's page views: 60
Today's unique visitors: 6
Yesterday's page views: 47
Yesterday's unique visitors: 10
Total page views: 1517
Total unique visitors: 206
Updated numbers: 26.1.2022 09:05:05


Um mig

Name:

Sigurpáll Björnsson

Cell phone:

846 2760

Location:

Þorlákshöfn

About:

Áhugaljósmyndari og fyrrum Tæknimaður Kia á Íslandi.

Links