Myndablogg
Myndbirtingar á listrænum nótum. Allt efni er varið höfundarréttarlögum :)


06.07.2013 16:16

Þemu


Hin ýmsu þemu er hægt að vinna með hverju sinni og margt skemmtilegt í þeim vinklum. Undanfarið hef ég verið að skoða og finna mig í ýmsum slíkum, og yfirleitt er það eitthvað tískutengt, eins og svo æði margt sem verið er að gera almennt. Allavega það sem er hvað mest áberandi.

Eitt slíkt Þema er kallað Wild Fox, í höfuðið á tískufyrirbærinu. Það er miðað að yngri neytendum og tvinnast í þetta hugtak sem kallast Hipster. Einhver 21. aldar hugmyndafræði.

Nema hvað, ég ákvað að prófa mig í þessu og má segja að ég sé sæmilega ánægður með útkomuna.
Ég fékk til liðs við mig frábært Módel, hana Linh Duong, sem skilaði sínu afbragðsvel.

Hér má sjá tvo góða ramma frá æfingum okkar um daginn.Þessi pæling byggir á hugmyndafræðinni, Stelpan sem vill ekki fullorðnast, klæðaburðurinn og sametning ásamt förðun og hári, er yfirleitt frekar óhefðbundið og uppstillingarnar frekar unggæðingslegar.

Meira seinna,

Ykkar einlægur.
clockhere
Today's page views: 107
Today's unique visitors: 6
Yesterday's page views: 47
Yesterday's unique visitors: 10
Total page views: 1564
Total unique visitors: 206
Updated numbers: 26.1.2022 10:08:46


Um mig

Name:

Sigurpáll Björnsson

Cell phone:

846 2760

Location:

Þorlákshöfn

About:

Áhugaljósmyndari og fyrrum Tæknimaður Kia á Íslandi.

Links