Myndablogg
Myndbirtingar á listrænum nótum. Allt efni er varið höfundarréttarlögum :)


21.04.2013 16:33

Myndaflokkar

Headshots, eða persónumyndir, er form sem mikið er notað í allskonar professional kynningum erlendis og jafnvel hér, þá aðallega sem almennar passamyndir (portraits) Hins vegar er um að ræða mjög sértækt form ljósmyndunar og eru margar stofur erlendis sem sérhæfa sig eingöngu í Headshots.

Headshots snúast nenfilega um persónur, karaktera, jafnmargir og þeir eru. Sumir vilja fá myndir sem passa við Sölumanninn, Leikarann, Módelið, Opinbera starfsmanninn eða almennan þjónustuaðila. Þá þarf að vera til staðar trúlegur karakter, túlkun sem mun "selja" viðkomandi, þá aðallega ef um kynningar og Resume, eða ferilskrá er að ræða. Erlendis t.d. er mikið lagt uppúr Headshots sem aðalkynningu Leikara og Módela, svo þurfa einnig að vera annarskonar myndir, sem sýna hæfileika, eiginleika sem Leikari/Módel og þá flokka sem viðkomandi er að leggja áherslu á og kýs að vinna eftir.

Sá/sú sem leggur í Headshots, þ.e. að taka slíkar myndir, þarf eðli málsins samkvæmt að þekkja til, kunna að vinna með karaktera og finna jafnvel nýja vinkla á persónur, þetta snýst allt um túlkun og að finna og grípa ákveðin augnablik sem "gera" karakter. Oftar en ekki þurfa einstaklingar að sýna "hina" hliðina á sjálfum sér, geta farið innávið og komið fram með túlkanir sem öllu jafna sjást ekki í daglegu lífi. Þar er ég að vísa í hugmyndafræði sem ég kalla Basic Instinct, eða frumsjálfið. Þemahugmyndir sem ég hef verið að dunda mér við í nokkur ár.

Nú á dögunum fór ég í slíka vinnslu, Headshots, til að finna og draga fram aðra karaktera á einstkalingum sem fólk á kannski ekki að venjast og eru um margt langt frá persónunni sem er þekktust á meðal nánustu ættingj/vina.

Fyrst er að nefna hana Ernu G, góða vinkonu mína, hina eiginlegu Bombu Íslands, sem er hvað þekktust fyrir Glamour fyrirsætustörf og hefur náð nokkrum árangri á þeim vetvangi erlendis allavega. Nýleg birting hjá henni er hjá Ítalska Playboy vefútgáfunni, sem verður að teljast nokkuð gott.

 

Hér er ein útgáfa af Headshots fyrir Ernu G.


Eitthvað sem fólk ætti ekki von á frá Glamour Módeli svona almennt, en samt sem áður önnur túlkun hjá sama einstaklingi, sem sýnir ákveðna hæfileika umfram sjálfgefinn stíl.


Svo er hér einnig túlkun frá tveggja barna móður, Önnu Sigurlínu Tómasdóttur, hugtak hjá almeningi sem hin dæmigerða persóna og fáir eru að spá í svona yfirleitt held ég.Þessar myndir sýna á engan hátt þá almennu túlkun, annarsvegar þegar verið er að tala um Glamour Módel eða hina venjulegu móður.

Í mínum huga snúast Headshots einmitt um þetta, að draga fram karaktera sem öllu jafna sjást ekki í daglegu lífi, en eru óumdeilanlega hluti af persónunni sjálfri sem verið er að vinna með hverju sinni.

Að sinni, Ykkar einlægur.

 

clockhere
Today's page views: 37
Today's unique visitors: 6
Yesterday's page views: 47
Yesterday's unique visitors: 10
Total page views: 1494
Total unique visitors: 206
Updated numbers: 26.1.2022 08:43:06


Um mig

Name:

Sigurpáll Björnsson

Cell phone:

846 2760

Location:

Þorlákshöfn

About:

Áhugaljósmyndari og fyrrum Tæknimaður Kia á Íslandi.

Links