Myndablogg
Myndbirtingar á listrænum nótum. Allt efni er varið höfundarréttarlögum :)


09.07.2011 11:07

Natural


Þá hef ég loksins geta' smíðað eitthvað af þeim áhugahugmyndum sem ég hef verið að pæla fyrir þetta ár. Sem n.b. er alfarið byggt á hugmyndafræði fyrri ára, þ.e. Natural Beauty. Og loksins hefur blessað veðrið orðið hagstætt til þess. Núna, síðustu viku sumarfrísins, hef ég áformað að bæta aðeins við og ræðst það reyndar alfarið af þeim tímaramma sem ég hef frá kvikmyndatökum. Svo þrengist tímaramminn töluvert þegar ég hverf til starfa eftir frí. 


Allavega, við Heiðrún Lilja tókum okkur til og röltum um Elliðaárdalinn núna á dögunum og skutum nokkra flotta ramma í Natural stílnum, hún er einstaklega flott Natural Módel og þarf ekki að vera með neina tilgerð í þeim málum :)


Hérna koma örfáar frá góðviðrisdeginum í Elliðaárdalnum góða :)Svo um leið og frekari hugmyndasmíð verður afstaðin, mun ég skella hér afritum eins fljótt og auðið verður.

Njótið.

Ykkar einlægur.
clockhere
Today's page views: 60
Today's unique visitors: 6
Yesterday's page views: 47
Yesterday's unique visitors: 10
Total page views: 1517
Total unique visitors: 206
Updated numbers: 26.1.2022 09:05:05


Um mig

Name:

Sigurpáll Björnsson

Cell phone:

846 2760

Location:

Þorlákshöfn

About:

Áhugaljósmyndari og fyrrum Tæknimaður Kia á Íslandi.

Links