Myndablogg
Myndbirtingar á listrænum nótum. Allt efni er varið höfundarréttarlögum :)


24.06.2011 16:01

Stílar og Þemu


Í gegnum þau ár sem ég hef verið að dunda mér við myndasmíð, þá hafa vafalítið margir meistarar haft áhrif á þau stílbrigði sem ég hef verið að prófa, gagngert til að finna minn persónulega stíl. Er um gífurlegan fjölda frægra nafna að ræða, en í seinni tíð hefur Steven Meisel staðið svolítið uppúr hjá manni. Hann er hvað þekktastur fyrir myndirnar sínar fyrir Ítalska Vogue blaðið. Og stíllinn hans er í einu orði sagt, æðislegur.

Ég hef ekki mikið lagt mig eftir að vinna beint undir áhrifum annarra, en hef lengi langað til að skjóta seríu með minni útgáfu af Steven Meisel, sem ég gerði núna á dögunum. Snillingurinn hún Vanessa Andrea Terrazas kom til mín ásamt förðunarsnillingnum Kötlu Einars og í sameiningu gerðum við flotta seríu, útitöku á nokkrum staðsetningum. Vorum meðal annars rekin burt af bílastæðinu hjá Kringlunni, hvar maður þarf víst að fá leyfi rekstrarfélagsins til að taka myndir á bílaplaninu hjá þeim. En það er annað mál.

Hér gefur svo að líta nokkrar myndir sem eru úr tökunni góðu.
Njótið :)

Svo þegar fleir verða unnar úr þessari töku, koma þær inn ásamt frekari umfjöllun, og jú, vonndi hef ég tíma til að skjóta fleira í þessum dúr á næstunni.

Ykkar einlægur.
clockhere
Today's page views: 37
Today's unique visitors: 6
Yesterday's page views: 47
Yesterday's unique visitors: 10
Total page views: 1494
Total unique visitors: 206
Updated numbers: 26.1.2022 08:43:06


Um mig

Name:

Sigurpáll Björnsson

Cell phone:

846 2760

Location:

Þorlákshöfn

About:

Áhugaljósmyndari og fyrrum Tæknimaður Kia á Íslandi.

Links