Myndablogg
Myndbirtingar á listrænum nótum. Allt efni er varið höfundarréttarlögum :)


31.05.2008 00:42

Meiri myndir

Já, nú er verið aðeins að bomba hingað inn myndum, af nógu er að taka í tölvunni núna. Fórum um daginn í góða veðrinu í Hvalfjörð og stelpurnar busluðu ögn í einni sprænunni þarna uppfrá. Afraksturinn er kominn í albúm.

Svo fer að styttast í fríið mitt og þá verður góð myndasúpa sett inn að því loknu. Geri fastlega ráð fyrir að við fáum gott veður í Húsafelli eins og síðasta sumar, allavega leyfi ég mér að trúa því :)

Svo vil ég benda á flickrin mín, þar eru meira af unnum myndum sem ég set ekki hingað inn, nema ég gefist upp á því að koma mér á framfæri, sem ég þó lifi enn í voninni með. Ætlaði þó að setja hér upp sérstaka síðu fyrir portofolióin mín, allar bestu myndirnar sem ég hef verið að taka og vinna, portrait og bæði High og Low Key myndir, svarthvítar og í lit. Er svosem enn með þær pælingar.

Allavega verður sumarið gott myndalega séð, ekkert sem stendur í vegi fyrir því.
clockhere
Today's page views: 37
Today's unique visitors: 6
Yesterday's page views: 47
Yesterday's unique visitors: 10
Total page views: 1494
Total unique visitors: 206
Updated numbers: 26.1.2022 08:43:06


Um mig

Name:

Sigurpáll Björnsson

Cell phone:

846 2760

Location:

Þorlákshöfn

About:

Áhugaljósmyndari og fyrrum Tæknimaður Kia á Íslandi.

Links