Myndablogg
Myndbirtingar á listrænum nótum. Allt efni er varið höfundarréttarlögum :)


23.05.2008 19:47

Þyrluþjónustan


Nú á síðustu dögum flugvikunnar ákváðum ég og einn vinnufélagi, Grétar, að skella okkur í útsýnisflug með einni af þyrlum Þyrluþjónustunnar. Bar svo við að við urðum bara tveir í vélinni í stað fjögurra, sem er æskilegt. Var beðið í u.þ.b. 15 mínútur eftir tveimur konum, sem bara hreinlega fundu ekki leiðina í Skerjafjörðinn. Núnú, við í loftið og að sjálfsögðu var myndavélin með í för, það var nú einusinni tilgangur ferðarinnar að taka loftmyndir af Reykjavík. Við Grétar erum nefnilega forfallnir áhugaljósmyndarar og nutum okkur í tætlur þarna um borð í þyrlunni, með báða gluggana afturí opna og svo var bara skotið og skotið.

Þetta er nú ekki búið, þegar okkar hringur var búinn, beið einungis einn farþegi eftir fari og þar sem klukkan var að verða hálf sjö, vorum við kallaðir um borð aftur til að hafa ballans í þyrlunni og fengum við annan hring gratís, ekki slæmt. Og að sjálfsögðu var skotið og skotið í seinni túrnum líka. Þá var farið vesturfyrir og náði ég nokkrum loftmyndum af Gróttu svo eitthvað sé nefnt. Og einhver tilfallandi traffík var á flugvellinum, þannig að farnir voru nokkrir aukahringir yfir vesturbæinn og Kleppsholtið og Laugardalinn t.d.

Þannig að nú sit ég sveittur við að uplóda nokkur hundruð TIFF myndum sem farið verður vandlega í gegnum og slengt hingað inn þegar ég hef farið yfir þær.

Svo verður Grand Finale á morgun á flugvikunni og verður m.a. listflug Franskra Mirage herþotna yfir borginni ásamt sérstöku atriði hjá Landhelgisgæslunni svo eitthvað sé nefnt. Og að sjálfsögðu verð ég þar með myndavélina líka, en ekki hvað.

Að sinni.
clockhere
Today's page views: 60
Today's unique visitors: 6
Yesterday's page views: 47
Yesterday's unique visitors: 10
Total page views: 1517
Total unique visitors: 206
Updated numbers: 26.1.2022 09:05:05


Um mig

Name:

Sigurpáll Björnsson

Cell phone:

846 2760

Location:

Þorlákshöfn

About:

Áhugaljósmyndari og fyrrum Tæknimaður Kia á Íslandi.

Links