Myndablogg
Myndbirtingar á listrænum nótum. Allt efni er varið höfundarréttarlögum :)


22.02.2008 23:18

KIA námskeiðið

Þá er afstaðið fyrsta yfirgripsnámskeiðið sem ég held fyrir þjónustuaðila KIA á landinu. Fyrsta af nokkrum sem ég mun skipuleggja og halda. Af nægu efni er að taka og verður framvindan í beinu framhaldi af árangri þessa námskeiðs. Þó hafði ég af því nokkrar áhyggjur að ég væri með of stífa efnisyfirferð, en tel mig hafa lágmarkað hættuna með því að afhenda sjálf námskeiðsgögnin ásamt fleira efni sem þáttakendur geta svo skoðað í rólegheitum seinna ásamt því að geta notað þetta efni sem uppflettirit til greininga og viðgerða.

Og sjálfur tel ég að þetta hafi heppnast vel, í það minnsta einhver árangur. Þó veit ég það eftir að hafa sótt allmörg þjálfunarnámskeið, að árangurinn kemur ekki alltaf strax í ljós. Nú t.d. tveimur árum eftir fyrstu námskeiðin, er ég enn að rifja upp eitthvað sem kom fram þá, eitthvað sem lá kannski ekki alveg ljóst fyrir fyrstu mánuðina á eftir.

Þarna kom saman afar góður hópur manna sem koma til með að þjónusta KIA bifreiðar í náinni framtíð og vonandi lengur. Og sannast sagna hlakka ég til að geta haldið áfram að leggja mín lóð á vogarskálarnar svo KIA nái þeim markmiðum sem sett eru.

Að sinni.
clockhere
Today's page views: 15
Today's unique visitors: 5
Yesterday's page views: 47
Yesterday's unique visitors: 10
Total page views: 1472
Total unique visitors: 205
Updated numbers: 26.1.2022 08:16:19


Um mig

Name:

Sigurpáll Björnsson

Cell phone:

846 2760

Location:

Þorlákshöfn

About:

Áhugaljósmyndari og fyrrum Tæknimaður Kia á Íslandi.

Links