Myndablogg
Myndbirtingar á listrænum nótum. Allt efni er varið höfundarréttarlögum :)


29.12.2007 11:27

Áramót og flugeldar.

Flugeldamyndatökur.

Það fyrsta sem þarf að hafa í huga er staðsetningin þegar ákveðið er að taka myndir af flugeldasýningu. Gott að velja stað þar sem lítil truflun er af umhverfinu, nú eða velja eitthvað sérstakt sem forgrunn þ.m.t. byggingar o.þ.h. en passa sig á að það skyggi ekki á heildarmyndina.

Næst þarf að hafa við hendina góðan þrífót. Margar gerðir eru til, en það er kannski ekki málið hver tegundin er, heldur að hafa þann nógu stöðugan og jelst í þyngri kantinum. Ég notast við Omega Pro sem er 4 kíló og stendur af sér nokkurn vind. Nú kjósa margir að taka rakettumyndir með vélina stillta Horizontal og þarf þrífóturinn að bjóða uppá það. Þó er það ekkert atriði. Enn aðrir vilja nota fjarstýringu á vélina, sem getur verið gott því "góða" skotið hefur þá áráttu að sleppa frá manni ef maður er of seinn að hleypa af. En þar sem ég og trúlega fleiri höfum ekki enn fjárfest í fjarstýringunni, notast ég við 2ja sekúndna tímarofann á vélinni.

Þá komum við að vélinni sjálfri. Gott er að hafa við hendina eins stórt minniskort og mögulegt er hverju sinni, því ekki viljum við verða uppiskroppa með pláss þar sem skotgleði okkar mörlandans er töluverð. Og annað mjög mikilvægt er að stilla vélina á hæstu mögulegu upplausn, því þá er meiri möguleiki á að redda sér í photoshop eftirá. E-500 hefur þrjú forsnið á myndum, JPEG í þremur aðalþjöppunarformum, RAW sem er myndin eins og myndflagan sér hana að hámarki 12,4 Mb hver skrá og svo TIFF sem er óþjöppuð mynd með öllum forstillingum vélarinnar inni, að hámarki 23,6 Mb hver skrá. Í þessu tilviki stillum við vélina á TIFF og með 4Gb korti höfum við úr að moða 168 myndum í fullum gæðum. Það ætti að
duga.

E-500 vélin hefur uppá að bjóða sérstaka forstillingu fyrir flugeldatökur, Fireworks Scene, sem stillir lokunarhraðann á a.m.k. 3,2 sek, fókusinn á manual, f/númerið á max f/22, ISO á 100 og setur sér Kelwin gráður á 3000 í white balance. Og með stöðugan þrífót ætti þessi stilling að gefa manni flottar myndir öllu jafna. Þó er hægt að notast við Manual stillinguna og
prófa sig áfram með stillingarnar.

Við getum leikið okkur endalaust með lokunarhraðann, t.d. með því að stilla á BULB og hleypa af þegar bomban springur og loka þegar hún hefur brunnið út. Þá nást allir ljóshalarnir frá því að sprengingin verður og þar til ljósið deyr út. Svoleiðis myndir geta orðið svaðalega flottar.

Loks komum við að linsuvalinu. Ég get ekki fjallað um aðrar linsur en þær sem fylgja vélinni, því maður er bara að láta sig dreyma ef ég væri að tala um 18-180 linsuna. En varðandi linsuvalið er staðsetningin sem ræður því aðallega. Ef við setjum okkur tiltölulega nálægt notum við 14-45 linsuna en 40-150 linsuna ef við erum fjarri. Svo einfalt. Bara eitt atriði varðandi linsurnar og notkun þeirra er að passa uppá að þurfa ekki að súmma neitt inn að ráði, því það spilar stóra rullu með skerpuna. Passa sig á að fara ekki það langt að f/16 verði ónothæft. Þá á ég við 40-150 linsuna. Sú ljósopsstilling hefur reynst mér happadrýgst á þeirri linsu með 13 sekúndna lokunarhraða.

Svo nú segi ég bara, komið með helv.... raketturnar.

Góðar stundir.
clockhere
Today's page views: 37
Today's unique visitors: 6
Yesterday's page views: 47
Yesterday's unique visitors: 10
Total page views: 1494
Total unique visitors: 206
Updated numbers: 26.1.2022 08:43:06


Um mig

Name:

Sigurpáll Björnsson

Cell phone:

846 2760

Location:

Þorlákshöfn

About:

Áhugaljósmyndari og fyrrum Tæknimaður Kia á Íslandi.

Links