Myndablogg
Myndbirtingar á listrænum nótum. Allt efni er varið höfundarréttarlögum :)


27.12.2007 14:44

Handstillingar 101

Nokkur atriði sem vert er að hafa í huga varðandi grunnstillingar við handstillingar.

Á meðan lítil þekking er komin á stillingum á lokunarhraða, ISO hraða, ljósops og "White Balance" er gott að notast við Auto stillingu og svo í framhaldinu skoða EXIF gögn myndanna í Photoshop. Með því móti er hægt að sjá hvað hver stilling gerir fyrir myndina í heild sinni.

Svo þegar kominn er nokkur skilningur á vægi lokunarhraða, ljósops og ISO hraða, er gott að temja sér nokkur einföld grunnhugtök.  Góð regla er að setja ISO hraðann á 100, sem gildir fyrir flestar venjulegar tökur. Hærri ISO hraði gerir það að verkum að kornastærðin eykst og allir litir verða stundum ýktir og hætta á svokölluðu "Noise" í bláum og rauðum litum. Hærri ISO hraði er einkum notaður innandyra í lítilli lýsingu, þar sem næmni myndflögunnar eykst til að geta fangað meira ljósmagn.

Hærra ISO = Meiri ljósnæmni,  Innandyra.

Minna ISO = Minna ljósnæmi.  Utandyra.

Þá vindum við okkur í lokunarhraðann. Í raun einfaldasta og áhrifaríkasta stilling vélarinnar. Meiri lokunarhraði, þ.e. sneggri (t.d. 1/1000 úr sekúndu) hleypir minna magni ljóss að myndflögunni, en aftur á móti getur það bitnað á litavægi og dýpt myndarinnar. Minni lokunarhraði, þ.e. hægari (t.d. 1/30 úr sekúndu) hleypir meira magni ljóss að myndflögunni og rafeindabúnaðurinn hefur þar af leiðandi meiri tíma til að vinna úr litum og birtustigi. Þær myndir verða ætíð skarpari, bjartari og "dýpri" litir.

Svo er komið að Aperture value, ljósopið, stundum vísað í DOF, Depth Of  Field, sem útleggst sem Brennivídd á okkar ylhýra. Þetta er svokallað F númer eða F stop. Focal length. Minna F númer, t.d. F/3,5  þýðir meira svæði fyrir linsuna og myndflöguna til að vinna úr. Þetta kemur oftast fram í því að meira svæði verður í fókus. Einnig er einföld útskýring á þessu hugtaki að lægra F númer hleypir meira ljósmagni inn, hærra F númer hleypir minna ljósmagni. Gott er að hafa í huga að sneggri lokunarhraði kallar á lægra F númer og öfugt.

Sem dæmi um þetta vægi,  Lokunarhraði 1/30 kallar á f/3,5, lokunarhraði allt að 60 sekúndum kallar á f/22.
Loks nokkur orð um White Balance, w/b stillinguna. Með þessari stillingu er hægt að ná fram sem raunverulegustu litum í myndirnar miðað við þá lýsingu sem í boði er, allt frá sólskinsdegi til ljóskastara í stúdíói. Þetta hugtak byggir á því hvað kallað er "heitt" ljós og "kalt" ljós. Ljósmagn í þessum skilningi er mældur í Kelvin gráðum. 

50K er fyrir heitt ljós, svo sem perulýsingu og allt að 14000K er fyrir t.d. Fluorcent lýsingu, eða kalt ljós. Þessi stilling segir myndflögunni hvernig hún vinnur úr litunum.

Tökum okkur eitt verkefni, myndatöku innandyra án flass.

Þá byrjum við á því að velja A, Aperture Priority. Prófum fyrst að taka myndir með þessa stillingu. Þar veljum við lægsta f/númerið sem vélin hefur uppá að bjóða, oftast með standard linsu u.þ.b. f/3,5. Þá höfum við sett vélinni gildi til að fara eftir við stillingar á öðrum atriðum. Setjum vélina þá á lægsta ISO gildi, í mínu tifelli ISO 100. Höfum önnur gildi á Auto.

Ef við svo skoðum hvað vélin gerir, er það annaðhvort sjáanlegt um leið og gikknum er þrýst niður hálfa leið, eða í Properties í myndskoðunarforriti. Mín vél velur 1/8 úr sekúndu sem lokunarhraða, sem er allt of lágur fyrir handnotkun. En myndin verður dagbjört, sé hún tekin á þrífæti. Þessi uppsetning er ein af betri aðferðum til að taka myndir innandyra án flass, en kallar hins vegar á þrífót og tiltölulega kyrrt umhverfi svo ekki verði of mikil hreyfing. 

Næst prófum við að taka mynd þar sem við getum valið lokunrahraðann, S stillingu, Shutter Priority. Öllu jafna er talið að lokunarhraði 1/30 úr sekúndu sé lágmark við handnotkun. Setjum okkur þann lokunarhraða. Og enn og aftur prófum fyrst að hafa ISO gildið á lægsta. Önnur gildi höfum við Auto. Linsuna á minnsta Soom, eða óútdregna þannig að f/númerið verður f/3,5 áfram. Smellum einni svona.

Við tökum strax eftir því að myndin er töluvert dekkri en sú sem var tekin fyrst. Því er um að kenna lágu ISO og White Balance á Auto.

Næst prófum við að hækka ISO í 200, annað óbreytt. Smellum einni svona. Og hver er munurinn? Jú, ásættanleg mynd tekin innandyra án flass.

Nú hugsum við okkur að við séum að taka myndir í fjölskylduboðinu, mikið um hlaupandi börn og fólk að tjá sig. Þá er ljóst að lokunarhraði 1/30 úr sekúndu er ekki nægur til að fólk sé kyrrt á myndunum. Miðað við mína reynslu er 1/80 algjört lágmark, helst 1/125 úr sekúndu. Og höfum flassið af, því það gerir ekki mikið annað en að búa til skugga og óæskilegan glampa í augu.  

Setjum okkur lokunarhraða 1/125. Hækkum ISO gildið í 400. Sem er næstum því "Noise" frítt. Smellum einni svona. Þessi mynd verður dökk, enn og aftur vegna lágs ISO og Auto White Balance. Það sem við getum gert er að hækka ISO, allt að 800, helst ekki yfir til að koma í veg fyrir noisaðar myndir, þ.e. áberandi bláa og rauða bletti. Einbeitum okkur frekar að White Balance þarna. Flestar stærri myndavélar bjóða uppá manual stillingu á white balance og er að gert með því að halda hvítu blaði ca. meter frá linsunni, halda inni þeim takka ásamt því að hleypa af. Þá er vélin komin með forstilltan balance miðað við lýsinguna. Point and Shoot myndavélar hafa ekki allar þennan möguleika, heldur stillingu sem vísar í perulýsingu og ætti að stilla á hana. Gerum þetta og höfum ISO í 800. Smellum einni svona. Og hvað gerist, jú myndirnar verða ágætar, að vísu ræðst litablöndunin eftir því hvort perustillingin á White Balance setur heitt ljós eða kalt ljós sem grunninn. Það er vel hægt að jafna í Photoshop eða öðru myndvinnsluforriti.

 

clockhere
Today's page views: 60
Today's unique visitors: 6
Yesterday's page views: 47
Yesterday's unique visitors: 10
Total page views: 1517
Total unique visitors: 206
Updated numbers: 26.1.2022 09:05:05


Um mig

Name:

Sigurpáll Björnsson

Cell phone:

846 2760

Location:

Þorlákshöfn

About:

Áhugaljósmyndari og fyrrum Tæknimaður Kia á Íslandi.

Links