Myndablogg
Myndbirtingar á listrænum nótum. Allt efni er varið höfundarréttarlögum :)


14.06.2017 21:19

Maðurinn


Nú held ég aðeins áfram.
Ég hef ætíð haldið því fram, órökstutt, að við sem tegund, höfum verið hér áður, þ.e. aðrir hafa verið hér á undan okkur og náð langt tæknilega séð, en af einhverjum ástæðum, horfið af sjónarsviðinu að því er virðist nokkrum sinnum, ef marka má margar pælingar sem við getum auðveldlega fundið á veraldarvefnum.
Eins hef ég ætíð haldið því fram, að síðasti menningarlegi kynþátturinn hafi lifað samhliða okkur um nokkurn tíma, sbr frásagnir í ritum Súmera. Leyndardómar Súmera

Í seinni tíð hef ég, enn og aftur órökstutt þar til nú, haldið því fram að okkar tegund, sé töluvert eldri en fræðingarnir vilja halda fram sem er reyndar allt sett fram sem kenningar. 
Núna er komin nokkuð haldbær rannsókn á mannvistarleifum, sem eru að minnsta kosti 300 þúsund ára gamlar og hafa einkenni nútímamannsins Nýir forfeður
Og eins og segir í niðurlagi fréttarinnar, þeir höfðu andlit eins og við myndum sjá í neðarjarðalestum í dag.

Allar þessar miklu byggingaleifar sem eru að koma í ljós í uppgröftum víðs vegar, og þá síðast mest fjallað um frá Tyrklandi, Göpleki Tepe séu leifar fyrri menningar sem var á undan okkur, og þá er ég einnig að tala um óútskýrðu leifarnar í Tiwanaku og Puma Punku,  Bólivíu. Líkt og getið er í myndbandinu frá Tyrklandi varðandi að hugmyndir séu uppi um að þessi svæði hafi vísvitandi verið hulin , þá má leiða að því getum að hluti Tiwanaku hafi verið sprengdur upp ef marka má loftmyndir af svæðinu. Þar sést nokkuð greinilegur gígur í hinum meinta Pýramíða sem hefur verið á staðnum.

Margir eru þeirrar skoðunar, þar á meðal ég, að fjölmörg menningarsamfélög hafi verið hér á undan okkur og við séum rétt núna að opna augun fyrir þeirri staðreynd. Hver svo ástæðan er fyrir að hin fyrri hafi liðið undir lok, er ekki komið fram enn. 

Meira síðar.

clockhere
Today's page views: 3
Today's unique visitors: 2
Yesterday's page views: 49
Yesterday's unique visitors: 23
Total page views: 387135
Total unique visitors: 81049
Updated numbers: 20.7.2018 00:49:36


Um mig

Name:

Sigurpáll Björnsson

Cell phone:

846 2760

Location:

Þorlákshöfn

About:

Áhugaljósmyndari og fyrrum Tæknimaður Kia á Íslandi.

Links