Myndablogg
Myndbirtingar á listrænum nótum. Allt efni er varið höfundarréttarlögum :)


21.01.2017 17:04

Maðurinn, tegundin.

Ég sit oft og hugsa með mér, hver erum við og af hverju erum við hérna.?
Stórar spurningar en vísindin eru með afar fá svör og sitt sýnist hverjum.
Sem hefur leitt mig í ákveðnar pælingar sem hafa beint mér á ákveðnar slóðir.

Á hverju er að byggja?
Hvaða sannanir höfum við?
Eru nútíma vísindi alveg skotheld?
Er tímatalið okkar rétt?

Get haldið áfram endalaust sjálfsagt með spurningar af þessum toga, en ég spyr mig spurninga, stöðugt, og grefst fyrir á mínum forsendum.

Hér, https://en.wikipedia.org/wiki/Human_evolution má sjá svona nokkurnveginn hvernig mannskepnan hefur þróast, og er byggt á miklum erfðafræðilegum rannsóknum og allt það.
Og nú vilja menn meina að hinn meinti týndi hlekkur sé fundinn, Hlekkurinn

En það sem ég fiska eftir, er hvenær "menn" fóru beinlínis "hugsa" á þann hátt sem sker okkur frá öllum öðrum skepnum hnattarins. Hvenær gerðist það? Og það sem meira er, af hverju?

Fjölmargar kenningar eru til og meira blabla, og víst alveg hellingur af allskonar fornminjum, byggingum og öðru þvíumlíku. Verst hvað vísindin eru treg á að kanna það, eða mikið frekar viðurkenna allt sem til er og hefur verið uppgötvað.

En þarna akkúrat komum við að kjarnanum....
Fyrir ekki svo löngu héldu allir að jörðin væri flöt.... og sólin snerist um pönnukökuna..... menn voru drepnir ef þeir vildu meina annað.....

Í mínum huga snýst þetta allt um "Viðurkennda þekkingu", þar sem búið er að skrifa öll tonnin af bókum, sem kennt er eftir. Það yrði slæmt ef þyrfti að endurskrifa það alltsaman.....
Og þar situr hnífurinn í....
Eitt gott tilefni, sem styður í raun allt sem ég hef verið að hnoða saman í mínum haus, er að "treglega" hafa vísindin tekið til athugunar þá staðreynd að Sphinxinn er nokkrum þúsundum ára eldri en Pyramídarnir.... Og hananú...!! Gamligamli

Tökum hérna eitt klassískt dæmi, steinbyggingarnar í Suður Ameríku, þegar Spánverjar fóru þar um, ruplandi og rænandi, spurðu innfædda hvernig þeir hafi farið að því að reisa allar þessar byggingar? Þá brustu innfæddir í hlátur (svo herma sögur) og sögðu, "Við gerðum ekkert af þessu, þetta var hérna þegar við komum....!!

Það sem "vísindin" hanga á, er almenn vanþekking á jarðfræðilegum atriðum varðandi þróun lands og landmótunar yfir langan tíma, einhver þúsundir, tugþúsundir eða hundruði þúsunda ára. Með tímanum breytist allt, og þarf í raun ekki svo "langan" tíma til að öll ummerki mannskepnunnar hyrfu, nánast með öllu. Maðurinn hverfur

Málið er, að miklar náttúrulegar hamfarir orðið af og til í jarðsögunni og síðustu meirháttar hamfarir, sem álitið er að hafi útrýmt nánast öllu lífi á hnettinum, hafi gerst fyrir síðustu ísöld.
Mín skoðun er sú, að það hafi verið allavega ein "manntegund" til áður, sem lifðu samhliða okkar forfeðrum á sínum tíma og voru orðnir mjög tæknivæddir, hafi þar af leiðandi náð að forða sér, einhverjir, og skilið eftir margt, ef ekki allt af þessu sem menn eru að brjóta óþroskaðan heilann um.

Og þetta erum við að sjá í dag, eftir töluverðan tíma með náttúrulegu niðurbroti.

Og svona sem niðurlag á þessari færslu, þá hef ég gaman af svona pælingum, Hverjir voru smiðirnir?


Miklu meira síðar, að sinni.
clockhere
Today's page views: 3
Today's unique visitors: 2
Yesterday's page views: 49
Yesterday's unique visitors: 23
Total page views: 387135
Total unique visitors: 81049
Updated numbers: 20.7.2018 00:49:36


Um mig

Name:

Sigurpáll Björnsson

Cell phone:

846 2760

Location:

Þorlákshöfn

About:

Áhugaljósmyndari og fyrrum Tæknimaður Kia á Íslandi.

Links